Byggingarleyfi

Skipulags- og byggingamál


Umsóknir um byggingaleyfi

Byggingarfulltrúi tekur á móti umsóknum um byggingarleyfi.
Umsóknareyðublöð eru hér á vefnum, en fást einnig á skrifstofum sveitarfélaganna.
Sækja skal um byggingarleyfi með góðum fyrirvara þar sem umfjöllun um umsóknir getur tekið nokkrar vikur. Óheimilt er að hefja framkvæmdir áður en byggingarleyfi hefur verið gefið út.

Ferill umsókna

Byggingarfulltrúi yfirfer umsóknir og leggur fyrir þær nefndir sem fara með skipulags- og byggingarmál í hverju sveitarfélagi. Þær fjalla um umsóknir og álykta um úrlausn.
Þaðan fara umsóknir til sveitarstjórna sem hefur formlegt ákvörðunarvald um leyfisveitingarnar.

Eftirlit

Byggingarfulltrúa ber að hafa eftirlit með því að byggt sé í samræmi við gildandi skipulag og samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997.
Byggingarfulltrúi annast úttektir og eftirlit með byggingarframkvæmdum og að farið sé eftir byggingarreglugerð og sér um lóðaskráningu og skráningu fasteignamats samkvæmt byggingarreglugerð nr. 441/1998.

Gjaldskrár

Sveitarfélögin innheimta þjónustugjöld samkvæmt gjaldskrám fyrir byggingarleyfum, útmælingu, eftirliti, úttektum og vottorðum sem byggingarfulltrúi lætur í té.
Byggingarleyfisgjald er ekki endurgreitt þó að byggingarleyfi falli úr gildi af einhverjum ástæðum. Gjöldunum fylgir lögveð í viðkomandi fasteign.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei