Samtök sveitafélaga á Vesturlandi standa nú fyrir íbúakönnun á Vesturlandi, eins og gert hefur verið á þriggja ára fresti frá árinu 2004.
Í þessum könnunum hafa íbúar verið spurðir um ýmis álitamál sem tengjast þjónustu og aðstæðum þar sem þeir búa.
Niðurstöður og upplýsingar könnunarinnar hafa reynst mikilvægar varðandi hvað betur mætti fara varðandi þjónustu við íbúa.
Að þessu sinni verður könnunin í fyrsta skipti rafræn og sparast þannig tilkostnaður við prentun og annað því tengt.
Markmið er að fá fleiri svör en í fyrri könnunum, þannig að unnt verði að segja til um afstöðu íbúanna í hverju sveitarfélagi. En fram til þessa hefur eingöngu verið hægt að skipta niðurstöðum upp í fjögur svæði.