168. fundur sveitarstjórnar Dalabyggðar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, 26. nóvember 2018 og hefst kl. 16.
Dagskrá
Almenn mál
1. Fjárhagsáætlun 2019 – 2022, önnur umræða.
Breytingatilögur byggðarráðs við fjárhagsáætlun lagðar fram.
Úr fundargerð 213. fundar byggðarráðs 20. nóvember 2018:
Fjárhagsáætlun 2019 – 2022
Tillaga um álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda samþykkt og verður lögð fyrir sveitarstjórn.
Breytingartillögur við fjárhagsáætlun samþykktar og verða lagðar fyrir sveitarstjórn.
2. Dalaveitur – rekstur
Úr fundargerð byggðarráðs 20. nóvember 2018:
Dalaveitur – rekstur
Mál frá stjórnarfundi Dalaveitna ehf.
Dalaveitur skulda Dalabyggð 58 m.kr. sem veldur því að lausafjárstaða sveitarfélagsins er þung.
Styrkir vegna framkvæmda berast að stórum hluta eftir að framkvæmdum er lokið.
Dalabyggð þarf fram til maí 2019 að hafa möguleika á yfirdrætti þó að reynt verði að nýta hann sem minnst. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að veitt verði heimild til að nota yfirdrátt allt að 30 m.kr.
3. Laugar í Sælingsdal, staða og framtíð
Lögð fram stutt fundargerð íbúafundar frá 6. nóvember 2018.
Bréf lögmanns Arnarlóns ehf. frá 5. nóvember 2018 lagt fram.
4. Hljóð- og myndupptökur á sveitarstjórnarfundum
Úr fundargerð 209. fundar byggðarráðs Dalabyggðar 25.10.2018:
Hljóð- og myndupptökur á sveitarstjórnarfundum
Lagt fram minnisblað um hljóð- og myndupptökur á sveitarstjórnarfundum og fylgigögn með fundargerðum sveitarstjórnar og byggðaráðs.
Byggðarráð vísar málinu til sveitarstjórnar.
5. Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa
Úr fundargerð byggðarráðs 20. nóvember 2018:
Embætti skipulags- og byggingarfulltrúa
Tillaga:
1. Dalabyggð, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Árneshreppur og Kaldrananeshreppur geri með sér samstarfssamning um embætti skipulagsfulltrúa annars vegar og bygginagarfulltrúa hins vegar.
2. Vinnustöð skipulagsfulltrúa verði í Búðardal og byggingarfulltrúa á Hólmavík.
3. Staða skipulagsfulltrúa verði auglýst svo fljótt sem verða má.
4. Sveitarstjóra falið að gera samkomulag við samstarfssveitarfélögin í samræmi við ofangreint.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt.
6. Ráðing slökkviliðsstjóra
Úr fundargerð byggðarráðs 20. nóvember 2018:
Ráðning slökkviliðsstjóra
Tillaga:
1. Stofnað verði byggðarsamlag um sameinað slökkvilið fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp, Strandabyggð, Árneshrepp og Kaldrananeshrepp.
2. Auglýst verði starf slökkviliðsstjóra. Starfið verði fullt starf og hluti af því verði að sinna eldvarnareftirliti á svæðinu.
3. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við samstarfssveitarfélögin.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að tillaga um stofnun byggðasamlags og ráðningu slökkviliðsstjóra verði samþykkt.
7. Styrkur vegna tónlistarnáms.
Úr fundargerð byggðarráðs 20. nóvember 2018:
Styrkur vegna tónlistarnáms.
Sveitarstjórn samþykkti greiðslu á ákveðinni upphæð en kostnaður sem viðkomandi tónlistarskóli gaf upp er hærri.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að upphæð styrks verði jöfn skólakostnaði að þessu sinni.
8. Fjárhagsáætlun HeV 2019
Úr fundargerð 87. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 9. nóvember 2018:
Fjárhagsáætlun HeV 2019
Heilbrigðiseftirlit Vesturland hefur sent fjárhagsáætlun ársins 2019 til sveitarfélaga á starfssvæði þess.
Nefndin leggur til að fjárhagsáætlunin verði samþykkt.
9. Endurskoðun þjónustusamninga
Úr fundargerð 50. fundar félagsmálanefndar Dalabyggðar 14. nóvember 2018:
Endurskoðun þjónustusamninga
Erindi frá Borgarbyggð um endurskoðun á þjónustusamningi.
Lagt fram bréf frá Borgarbyggð um endurskoðun þjónustusamnings vegna félagsþjónustu, barnaverndar og fötlunarmála.
Þann 1. október síðastliðinn tóku gildi breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 sem hafa í för með sér breytingar varðandi velferðarþjónustu.
Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að teknar verði upp viðræður við Borgarbyggð um endurnýjun þjónustusamnings. Jafnframt verði skoðaðir möguleikar á samstarfi við Félagsþjónustu Strandabyggðar og Reykhólahrepps varðandi þjónustu vegna velferðarmála.
10. Breyting á aðalskipulagi vegna áætlaðs vindorkugarðs
Úr fundargerð 87. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 9. nóvember 2018:
Breyting á aðalskipulagi vegna áætlaðs vindorkugarðs
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að heimila að vinna við breytingar á aðalskipulagi vegna vindorkugarðs á Hróðnýjarstöðum geti hafist.
Nefndin bendir á að þetta er aðeins fyrsta skrefið í ferli breytinga.
11. Aðalskipulag – drög – Ós á Skógarströnd
Úr fundargerð 87. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 9. nóvember 2018:
Aðalskipulag – drög – Ós á Skógarströnd
Nefndin telur að um sé að ræða óverulega breytingu á aðalskipulagi, sem hefur ekki verulegar breytingar á landnotkun í för mér sér, hefur ekki áhrif á stórt svæði, né hafi mikil áhrif á einstaka aðila. Nefndin samþykkir erindið í samræmi við 2. málsgrein 36. greinar skipulagslaga.
12. Laxárdalsvegur – umsókn um framkvæmdaleyfi
Úr fundargerð 87. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 9. nóvember 2018:
Laxárdalsvegur – umsókn um framkvæmdaleyfi
Nefndin samþykkir erindið og heimilar efnistöku í námu A við Leiðólfsstaði og námu B við Selhöfða. Náma C er ekki inni í aðalskipulagi og því ekki hægt að veita heimild til efnistöku þar. Nefndin hvetur til náins samráðs um framkvæmdir Vegagerðarinnar á skipulagsstigi.
13. Umsókn um leyfi til að leggja lögn út í sjó
Úr fundargerð 87. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 9. nóvember 2018:
Umsókn um leyfi til að leggja lögn út í sjó
Nefndin samþykkir erindið, með því skilyrði að haft verði samráð við skipulagsfulltrúa um lengd og legu lagnarinnar.
14. Tillaga um endurskoðað aðalskipulag Eyja- og Miklaholtshrepps
Úr fundargerð 87. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 9. nóvember 2018:
Tillaga um endurskoðað aðalskipulag Eyja- og Miklaholtshrepps
Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
15. Umsókn um uppsetningu á 3 möstrum
Úr fundargerð 87. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 9. nóvember 2018:
Umsókn um uppsetningu á 3 möstrum
Niðurstaða frá síðasta fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar: Nefndin tekur jákvætt í erindið en kallar eftir betri gögnum: Uppdrætti með nákvæmri staðsetningu vegaslóða og mastra, ásamt því að gögn séu á íslensku.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veitt verði stöðuleyfi (rannsóknarleyfi) til tveggja ára.
16. Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilsins Silfurtúni – erindisbréf
Úr fundargerð 19. fundar stjórnar Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns:
Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilsins Silfurtúni – erindisbréf
Tekið upp frá síðasta fundi.
Uppfært og sent til sveitarstjórnar
17. Vandi sauðfjárbænda – sérstaða Dalabyggðar
Úr fundargerð 5. fundar atvinnumálanefndar Dalabyggðar 6. nóvember 2018:
Vandi sauðfjárbænda – sérstaða Dalabyggðar
Úr fundargerð sveitarstjórnar Dalabyggðar 18.10.2018.
Tóku til máls. Einar Jón, Skúli, Sigríður, Pálmi, Eyjólfur.
Einar Jón leggur fram eftirfarandi ályktun:
Sveitarsjórn Dalabyggðar lýsir yfir stuðningi við sauðfjárbændur í sveitarfélaginu og hvetur þá til enn meiri samstöðu í sínum baráttumálum. Ennfremur skorum við á stjórnvöld að taka tillit til sérstöðu Dalabyggðar á sviði sauðfjárræktar. Það er ljóst að árviss skerðing á tekjum sauðfjárbænda kemur sérstaklega illa við Dalabyggð þar sem um helmingur íbúa er með einum eða öðrum hætti beintengdur afkomu í greininni.
Eyjólfur leggur til að ályktun Einars Jóns verði vísað til umfjöllunar í atvinnumálanefnd.
Samþykkt í einu hljóði.
Atvinnumálanefnd styður ályktunina eins og hún kemur fyrir. Jafnframt leggur hún til að sveitarstjórn boði til fundar með þeim aðilum sem geta komið að sértækri aðstoð við þetta vandamál. Svo sem landbúnaðarráðherra, SSV, Byggðastofnun, Bændasamtökin og Framleiðnisjóð landbúnaðarins. Nefndin leggur til að unnin verði aðgerðaáætlun til að vinna að framtíðarstuðningi við sauðfjárrækt í héraðinu og afleiddum störfum. Janframt hyggst nefndin kalla fulltrúa FSD á sinn næsta fund til að ræða málið áfram.
18. Fjallskil 2018
Fundargerðir til staðfestingar
19. Byggðarráð Dalabyggðar – 209
20. Byggðarráð Dalabyggðar – 210
21. Byggðarráð Dalabyggðar – 211
22. Byggðarráð Dalabyggðar – 212
23. Byggðarráð Dalabyggðar – 213
24. Fræðslunefnd Dalabyggðar – 87
25. Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns – 19
26. Atvinnumálanefnd Dalabyggðar – 5
27. Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar – 87
28. Félagsmálanefnd Dalabyggðar – 50
Fundargerðir til kynningar
29. Fundargerðir HeV 2018
22.11.2018
Kristján Sturluson, sveitarstjóri.