Sunnudaginn 11. nóvember verður sögusýningin Strandir 1918 opnuð í Sævangi kl. 15:00. Samhliða verður haldin sögustund þar sem fjallað verður um bókmenntir og menningarlíf á Ströndum 1918.
Sérstök áhersla verður lögð á ljóð og æfi Stefáns frá Hvítadal, en nú eru einmitt 100 ár síðan fyrsta ljóðabók hans kom út. Elfar Logi Hannesson frá Kómedíuleikhúsinu mætir á svæðið með nýja bók, Allir dagar eiga kvöld, með úrvali ljóða Stefáns og segir frá skáldinu.
Einnig verður fjallað um persónulegar heimildir frá þessum tíma og afrek Strandamanna á bókmenntasviðinu, ýmist frá þessum tíma eða þar sem fjallað er um hann.