Samfélagslegar áskoranir Íslands

DalabyggðFréttir

Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við.

Markmið þess er að fá fram fjölbreytt sjónarmið og ábendingar sem geta eflt forgangsröðun fjárfestinga í rannsóknum og nýsköpun hér á landi.

Á grundvelli gagna úr samráðinu verða skilgreind þrjú til fimm áherslusvið og þverfaglegt samstarf innan þeirra eflt með þátttöku háskóla, rannsóknarstofnana og fyrirtækja.

Vísinda- og tækniráð hvetur öll áhugasöm til að taka þátt með því að svara stuttri netkönnun fyrir 7. október og setja þannig mark sitt á framtíðina.

Vísinda- og tækniráð mótar opinbera stefnu í vísindum og tækni á Íslandi og hefur það hlutverk að efla vísindarannsóknir, vísindamenntun og tækniþróun í því skyni að treysta stoðir íslensks samfélags.

Í stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2017-2019 er kveðið á um mikilvægi þess að niðurstöður vísindastarfs, nýsköpun og tækni nýtist öllu samfélaginu og að stuðla þurfi að skilningi og áhuga almennings á rannsóknum og nýsköpun.

Netkönnun

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei