Hestaþing Glaðs

DalabyggðFréttir

Hestaþing Glaðs fer fram laugardaginn 23. júní og hefst kl. 10 á reiðvellinum í Búðardal.

Fyrir hádegi verður forkeppni í tölti, barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki og í B og A flokkum gæðinga.

Eftir matarhlé verður síðan keppt í úrslitum í ofangreindum flokkum.

Auglýst kvölddagskrá fellur niður, en kappreiðar í mótslok fara eftir þátttöku.

 

Hestamannafélagið Glaður
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei