Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða ásamt fulltrúum faghópa kom í til vettvangsferðar um Dalabyggð og Reykhólahrepp til að kynna sér áform um virkjun vindorku vindmyllugarða í Sólheimum og á Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð og Garpsdal í Reykhólahrepp.
Fulltrúar Dalabyggðar voru Kristján Sturluson sveitarstjóri, Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti, Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti, Skúli Guðbjörnsson formaður byggðaráðs, Hörður Hjartarson formaður umhverfis- og skipulagsnefndar og Þórður Már Sigfússon skipulagsfulltrúi Dala og Reykhóla.
Ekið var fram Laxárdal og Sólheimaland skoðað. Þá lá leiðin að Hróðnýjarstöðum (Storm Orka) og var gengið inn að fyrirhuguðu virkjunarsvæði. Hádegisverður var framreiddur í Dalakoti undir kynningu frá Tryggva Þór Herbertssyni á verkefni Quadran ásamt því að hagsmunaaðilar Dalabyggðar kynntu viðhorf sín.
Frá Dalakoti var farið í Saurbæinn að útsýnisstað þar sem Ríkharður Örn Ragnarsson frá EM Orku slóst með í för, en þaðan lá leiðin inn í Geiradal þar sem fyrirhugað virkjunarsvæði var skoðað úr fjarlægð þar sem það þótti ekki fært alla leið á rútu. Þá var farið í Nesheima í Króksfjarðarnesi þar sem fulltrúar Reykhólahrepps tóku á móti hópnum með kaffiveitingum og Ríkharður Örn var með kynningu EM Orku á verkefni sínu í Garpsdal.