Dagur kvenfélagskonunnar

DalabyggðFréttir

1. febrúar er Dagur kvenfélagskonunnar. Dagurinn, sem er stofndagur Kvenfélagasambands Íslands, (1930) var formlega gerður að degi kvenfélagskonunnar árið 2010 til að vekja athygli á miklu og óeigingjörnu starfi kvenfélagskvenna í 140 ár. Það var enda löngu tímabært að kvenfélagskonur fengju sinn eigin dag á dagatalinu.

Við óskum kvennfélagskonum til hamingju með daginn!

Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) var stofnað 1. febrúar 1930 og fagnar því 90 árum í ár.  Ómældar vinnustundir, erfið ferðalög og mikil skoðanaskipti höfðu farið fram þegar að þeim degi kom. Grunnur þess að Kvenfélagasambandið var stofnað var rík löngun kvenna til að hafa áhrif í þjóðfélaginu, saman yrðu þær sterkari til að koma þeim málum á framfæri sem þær brunnu fyrir. Menntun, heilsuvernd, hreinlæti, vinnuhagræðing á heimilum, sparnaður, fræðsla barna, ræktun jarðar, símenntun, samhjálp og margt fleira sem kvenfélagskonur vildu koma til leiða.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei