Ný samþykkt um búfjárhald

DalabyggðFréttir

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest Samþykkt um búfjárhald í Dalabyggð og hefur hún verið send til birtingar í Stjórnartíðindum.
Samkvæmt samþykktinni skal hver sá er hyggst halda búfé utan lögbýla sækja um leyfi til þess til sveitarstjórnar.
Þeir sem við gildistöku samþykktarinnar eiga eða hafa í umsjón sinni búfé utan lögbýla, fá leyfi til að halda þeim gripafjölda er þeir þegar hafa, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði samþykktarinnar. Þeir skulu tilkynna búfjárhald sitt til sveitarstjórnar Dalabyggðar innan tveggja mánaða frá gildistöku þessarar samþykktar.
Með gildistöku samþykktarinnar er lausaganga stórgripa bönnuð í Dalabyggð. Umráðamönnum stórgripa í sveitarfélaginu er skylt að hafa þá í vörslu innan gripaheldra girðinga samanber reglugerð um girðingar nr. 748/2002.

Samþykkt um búfjárhald í Dalabyggð

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei