Tilkynning frá HVE vegna COVID-19 veirunnar

DalabyggðFréttir

Samkomubann sem tekið hefur gildi á Íslandi vegna COVID-19 mun óhjákvæmilega hafa töluverð áhrif á starfsemi Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE).

Hefta þarf aðgang að heilsugæslustöðvum, göngudeildum, sjúkrahúsum og hjúkrunardeildum á HVE.

Takmarka þarf sem mest fjölda þeirra sem sitja á biðstofum hverju sinni og hafa a.m.k. 2 metra fjarlægð sé á milli einstaklinga. Þetta á við alla sem koma til viðtals, í blóðprufur, skoðanir og rannsóknir.
Aðstandendur geta ekki komið með skjólstæðingum í viðtöl og skoðanir hjá HVE, nema nauðsynlegt sé.

Frekari reglur má nálgast hér: Reglur HVE vegna COVID-19

Símaþjónusta á heilsugæslu verður aukin til að fækka viðtölum á stofum lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Skjólstæðingar heilsugæslunnar eru hvattir til að panta símatíma í stað þess að mæta án bókunnar á dagvinnutíma. Læknar heilsugæslunnar á Akranesi munu hringja í alla sem eiga bókaðan tíma til að kanna hvort hægt sé að leysa erndið í gegnum síma.

Síðdegisvakt heilsugæslunnar á Akranesi
Aðalinngangi verður lokað kl 16:00. Þeir sem telja sig þurfa á þjónustu vaktlæknis á síðdegisvakt er bent á að hringja í afgreiðslu í síma 432-1000 milli kl 16:00-18:00 og fá þannig símasamband við vaktlækni sem metur erindið og þörf fyrir komu.

Vegna mikils álags á heilbrigðiskerfið er skjólstæðingum bent á að góðar upplýsingar sem er að finna á heilsuvera.is
HVE benda skjólstæðingum á að fylgjast vel með upplýsingum og kynna sér leiðbeiningar á vef Embættis landlæknis og Covid.is um stöðu mála, en þær geta breyst frá degi til dags.

Heimsóknir gesta
Heimsóknir eru ekki leyfðar á legudeildir og hjúkrunardeildir HVE nema í undantekningartilvikum.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei