Tilkynning frá Sýslumanninum á Vesturlandi vegna COVID-19 veirunnar

DalabyggðFréttir

Ríkisstjórn Íslands lýsti yfir samkomubanni 13. mars sl. Það felur m.a. í sér að við öll mannamót, þar sem færri en 100 manns koma saman, þarf að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar kemur í kjölfar þess að lýst var yfir neyðarstigi í landinu vegna COVID-19 veirunnar.

Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi er með skrifstofur á fjórum stöðum á Vesturlandi og veitir auk þess þjónustu á einni bæjarskrifstofu. Á skrifstofum embættisins eru frá 1 starfsmanni til 6 á skrifstofu. Opið aðgengi er að starfsmönnum skrifstofanna.

Í ljósi þessa verður almenn afgreiðsla lokuð á skrifstofum Sýslumannsins á Vesturlandi. Lokunin gildir frá 17. mars á meðan neyðarstig og samkomubann er í gildi. Með þessu er ætlunin að tryggja svo sem kostur er heilsu starfsmanna og starfsemi embættisins og að fyrirbyggja að skrifstofurnar verði smitleiðir fyrir starfsfólk og almenning.

Neðantaldar leiðir eru í boði til að hafa samband við starfsfólk embættisins vegna nauðsynlegra erinda:

1. Á vefnum syslumenn.is má, með því að velja embættið Sýslumaðurinn á Vesturlandi, finna öll netföng embættisins annars vegar eftir málaflokkum og hins vegar hvers starfsmanns.

2. Allar greiðslur til embættisins fari inn tékkareikning þess 0309-26-11, kt. 660914-1100. Ekki er tekið við reiðufé og posar eru ekki notaðir.

3. Hægt er að ná sambandi við embættið og einstakar skrifstofur þess í eftirfarandi símanúmerum:

Símanúmer embættisins: 458 2300.
Skrifstofan á Akranesi: 458 2359.
Skrifstofan í Borgarnesi: 458 2330.
Skrifstofan í Stykkishólmi: 458 2317.
Skrifstofan í Búðardal: 458 2371.

4. Skjöl til þinglýsingar skal senda með pósti á skrifstofu embættisins í Borgarnesi að Bjarnarbraut 2. Greiðslur vegna þinglýsinga skal millifæra á reikning embættisins 0326-26-338, kt. 660914-1100 og senda tölvupóst með skýringu á greiðslu á netfangið gudrunkr @syslumenn.is. Ef þörf er á upplýsingum um gjald vegna þinglýsingar eða önnur atriði vegna hennar er hægt að hafa samband í síma 458 2330.

5. Vegabréf og dánartilkynningar: Fólk hafi samband við einhverja af skrifstofum embættisins í númerin sem gefin eru upp í 3. tl. og panti tíma. Þá verða gerðar viðeigandi ráðstafanir til að taka á móti fólki og fyllstu varúðar og hreinlætis gætt.

6. Ökuskírteini: Ef skírteini er að renna út er gefin út bráðbirgðaheimild og send viðkomandi í pósti. Ekki er tekið við nýjum umsóknum meðan lokun skrifstofanna varir nema í sérstökum undantekningartilvikum.

7. Erindum vegna fjölskyldumála/sifjamála er hægt að beina á netfangið vesturland.sifjamal @syslumenn.is. Vakin er athygli að nokkrar tegundir fjölskyldumála, t.d. meðlagsmál, má senda til sýslumanns í gegnum vefsíðuna island.is með rafrænni undirritun. Meðan neyðarstig og samgöngubann varir verða ekki fyrirtökur í sifjamálum né heldur borgaralegar hjónavígslur.

8. Varðandi erindi til Tryggingastofnunar er bent á “Mínar síður” á TR.is sem eru alltaf aðgengi- legar. Þar er m.a. hægt að sækja um allar bætur og breyta tekjuáætlun. Hægt er að setja fylgigögn með umsóknum beint inná Mínar síður, einnig er hægt að senda fyrirspurnir til TR með tölvupósti. Til að komast á Mínar síður þarf íslykil eða rafræn skilríki.
Netföng og símanúmer fulltrúa Tryggingastofnunar hjá Sýslumanninum á Vesturlandi eru:
• Akranes: mariahe @syslumenn.is, s. 458 2360.
• Borgarnes: gudrunkr @syslumenn.is, 458 2334.
• Stykkishólmur: hulda @syslumenn.is, 458 2320.

9. Aukið framboð rafrænna eyðublaða er að finna á syslumenn.is auk þess sem þar má nálgast allar almennar upplýsingar um málaflokka embættanna.

Tilkynning þessi kemur í stað tilkynningar Sýslumannsins á Vesturlandi frá 11. mars 2020 vegna COVID-19 veirunnar.

16. mars 2020
Ólafur K. Ólafsson
sýslumaður

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei