Viðbragðsáætlun Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs af völdum COVID-19

DalabyggðFréttir

Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi vegna COVID-19 veirunnar. Dalabyggð fylgist vel með þróun mála og er ítrekað unnið að því að endurmeta viðbrögð við stöðunni.

Sveitarfélagið hefur birt helstu fréttir og leiðbeiningar hérna á heimasíðunni og setur nú fram samþykkta viðbragðsáætlun sveitarfélagsins. Áætlunin verður uppfærð reglulega.

Meginreglan er sú að fylgja eftir öllum tilmælum yfirvalda, eins og almannavarna, sóttvarnarlæknis og landlæknisembættis. Gengið er lengra ef ástæða er talin til og kunna forsendur að breytast hratt.

Þjónusta Dalabyggðar og stofnana þess gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu okkar. Því er nauðsynlegt að sveitarfélagið leggi fram skýrar reglur um hvernig leitast sé við að draga sem mest úr líkum á smitum innan starfsemi sveitarfélagsins.

Mikilvægt er að á sama tíma að halda uppi daglegri starfsemi með sem minnstum röskunum og jafnframt að gera ráðstafanir fram í tímann um viðbrögð í skertri starfsemi. Mikilvægt er að nálgast þetta verkefni af yfirvegun og fylgja eftir tilmælum stjórnvalda.

Hérna má nálgast áætlunina: Viðbragðsáætlun Dalabyggðar vegna COVID-19 1. útgáfa

Viðbragðsáætlunina er einnig að finna undir „Skýrslur“ hérna á síðunni.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei