Safnast verður saman við dvalarheimilið Silfurtún kl. 14 og farin skrúðganga að Leifsbúð. Þar verður flutt hátíðarræða og fjallkonan stígur á stokk.
Skátarnir munu að því loknu stýra leikjum þar sem börn jafnt sem fullorðnir munu etja kappi, m.a. í reiptogi og pokahlaupi.
Síðdegiskaffi verður í Leifsbúð og bingó á vegum skátafélagsins Stíganda að því loknu, um kl 16.