Fyrirkomulag kynningafunda vegna breytinga á aðalskipulagi

DalabyggðFréttir

Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tók gildi 25.maí s.l. er allt að 200 manns heimilt að koma saman í hverju sóttvarnarrými.

Með tilliti til þess verður hámarks gestafjöldi í Dalabúð í kynningarfundum vegna breytinga á aðalskipulagi Dalabyggðar sem verða haldnir 3.júní n.k. 200 manns á hvorn.

Athugið að ekki verður unnt að gæta að 2ja metra bili manna á milli í hvívetna þó ákveðinn hluti hússins verði afmarkaður fyrir þá sem kjósa að halda bilinu.

Þá verður fundunum einnig streymt á YouTube síðu Dalabyggðar þegar þeir hefjast, athugasemdum er hægt að skila á netfangið skipulag@dalir.is.

Sjá nánar: Kynningafundir vegna breytinga á aðalskipulagi

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei