Afhending íbúða í Bakkahvammi

DalabyggðFréttir

Í dag var formleg afhending á nýjum íbúðum við Bakkahvamm 8, þ.e. íbúðum a, b og c sem eru í eigu Bakkahvamms hses.

Ómar Guðmundsson hjá Hrafnshóli afhenti Einari Jóni Geirssyni formanni Bakkahvamms hses. íbúðirnar sem voru síðan afhentar tilvonandi leigjendum.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra var viðstaddur afhendinguna ásamt stjórn Bakkahvamms hses, fulltrúum sveitarstjórnar Dalabyggðar, fulltrúum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, fulltrúum Hrafnshóls og aðilum sem komu að framkvæmdum við byggingu íbúðanna.

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei