Dalabyggð hlýtur styrk vegna nýsköpunarseturs

DalabyggðFréttir

Byggðarráð Dalabyggðar tók fyrir á 246.fundi sínum þann 28.maí 2020 hugmynd að undirbúningi nýsköpunarseturs og fól sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.

Þann 10.september 2020 var Dalabyggð tilkynnt að fengist hefði styrkur til verkefnisins frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands og bárust samningar um styrk í dag 1.október.

Markmið styrksins er að skipuleggja, kynna og leggja drög að nýsköpunar- og frumkvöðlasetri í Dalabyggð.
Von er til þess að með uppsetningu setursins komist hugmyndir í framkvæmd sem auka verðmætasköpun, efla atvinnulíf og bæta lífskjör íbúa.
Með stofnun setursins væri ekki aðeins verið að útbúa aðstöðu heldur einnig gefa tækifæri á því að byggja upp samfélaga nýsköpunar í Dalabyggð með nauðsynlegum stuðning fyrir verkefni og hugmyndir.

Dalabyggð þakkar kærlega fyrir stuðninginn.

Upplýsingar um úthlutanir úr Uppbyggingarsjóði má finna með því að smella hér: Styrkir til nýsköpunar og atvinnuþróunar veittir

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei