Bæjarhátíð í Búðardal

DalabyggðFréttir

Dagskrá bæjarhátíðarinnar er nú tilbúin. Skipulögð dagskrá er frá kl. 15 föstudaginn til kl. 3 á sunnudagsmorgunn.

Föstudagur 6. júlí

Kl. 15. Listasmiðja í Auðarskóla fyrir krakka.
Kl. 17. Blindrabolti á sparkvellinum.
Kl. 19 – 21. Kjötsúpa í boði á heimilum í Búðardal.
Kl. 21:30. Kvöldvaka við Leifsbúð.

Laugardagurinn 7. júlí

Kl. 12. Vestfjarðavíkingurinn. Uxaganga við Leifsbúð.
Kl. 13. Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu verður á hátíðarsvæðinu með kynningur á lambakjöti, fornbílasýningu og gömlum dráttarvélum.
Kl. 13-17. Markaður í grunnskólanum.
Kl. 13-17. Ljósmyndasýning Silju Rutar Thorlacius í grunnskólanum.
Kl. 14 – 15. Tónlistaratriði við grunnskólann frá nemendum í tónlistardeild Auðarskóla.
Kl. 14-17. Nytjamarkaður í Rauða Krosshúsinu við Vesturbraut, heitt á könnunni.
Kl. 15-16. Miðasala á dansleik í andyri Dalabúðar.
Kl. 16. Vestfjarðavíkingurinn. Steinatök við Dalabúð.
Kl. 17. Kassabílarallý KM-þjónustunnar.
Kl. 20. Kvöldvaka við Dalabúð.
Kl. 23 – 03. Dansleikur með Skítamórall í Dalabúð.

Bæjarhátíð í Búðardal 2012

Myndir frá bæjarhátíðinni

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei