Deiliskipulag fyrir Haukabrekku í Dalabyggð

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 20. maí 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi sem nær til hluta Haukabrekku í Stóra-Langadal í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið afmarkast af Stóru-Langadalsá til vesturs og brekkurótum Grásteinsfjalls að austan og nær yfir bæjarstæði Haukabrekku og nánasta umhverfi þess.

Í gildi er deiliskipulag fyrir svæðið með sjö frístundalóðum frá 1999 en hið nýja fyrirhugaða deiliskipulag felur í sér breytta afmörkun þeirra og í einu tilfelli nýja staðsetningu. Núgildandi deiliskipulag verður fellt úr gildi með gildistöku nýs deiliskipulags.

Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 26.03.2021 og greinargerð dags. 26.03.2021 og gögnin má finna hérna fyrir neðan. Einnig munu gögnin vera til sýnis frá 22. júní 2021 á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal.

Umsagnir, ábendingar og athugasemdir skal vinsamlegast skilað til skriftstofu Dalabyggðar í stjórnsýsluhúsinu að Miðbraut 11 Búðardal, eða á netfang embættis skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins: skipulag@dalir.is fyrir 4. ágúst 2021.

Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi.

Haukabrekka – tillaga að deiliskipulagi

Haukabrekka – geinargerð með tillögu

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei