Dagur hinna villtu blóma

DalabyggðFréttir

Miðvikudaginn 23. júní kl. 20 verður Dagur hinna villtu blóma haldinn hátíðlegur með gönguferð í nágrenni Sævangs.

Mæting er kl. 20 og farið verður hægt yfir. Hafdís Sturlaugsdóttir verður leiðsögumaður.

Gönguferðin er hluti af sögurölti Byggðasafns Dalamanna og Sauðfjárseturs á Ströndum.

Allir eru velkomin í gönguna og hægt verður að fá vöfflur og kakó í Sævangi á eftir.

Slóð á viðburð á Facebook: Dagur hinna villtu blóma

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei