Prjónasamkeppni á haustfagnaði FSD

DalabyggðFréttir

Prjónasamkeppni verður á hausfagnaði FSD í haust líkt og í fyrra. Einnig verður boðið upp á að selja kindahúfur á fagnaðinum.

Prjónasamkeppni

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu auglýsir hér með að á haustfagnaði félagsins þann 22. og 23. október 2010 verður prjónasamkeppni líkt og í fyrra. Nema að þessu sinni er hugmyndarfluginu gefin laus taumur. Veitt verða verðlaun fyrir frumlegustu flíkina og einu skilyrðin eru að prjónað sé úr íslenskum lopa. Nú er sem sagt bara tilvalið að fara að leggja hausinn í bleyti. Hver veit nema þín flík verði í tísku á komandi haustfögnuðum.

Kindahúfumarkaður

Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu hvetur alla þá sem áhuga hafa á að selja kinda húfur (hvort sem það eru hrútar, ær eða lömb) á haustfagnaði félagsins 22. og 23. október 2010. Í fyrra var aðeins einn aðili að selja húfur og ruku þær út. Mjög margir voru t.d. að spyrja um húfurnar með hornunum. Endilega gerið ykkur klár í þetta því eftir því sem fleiri bera slíkt höfuðskraut þeim mun betri mynd kemur á hátíðina. Því þetta á jú að vera hátíð sauðkindarinnar.
Kveðja,
Stjórn Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei