Íbúafundur 18. nóvember 2021

DalabyggðFréttir

Dalabyggð boðar til íbúafundar fimmtudaginn 18. nóvember kl. 20 í Dalabúð.

Fundinum verður streymt á YouTube-síðu Dalabyggðar „Dalabyggð TV“ þar sem íbúar geta skrifað spurningar og athugasemdir. Þá verður upptaka af fundinum svo birt hér á heimasíðu sveitarfélagsins.

Dagskrá:

  1. Kynning á tillögu að fjárhagsáætlun fyrir 2022-2025.
  2. Undirbúningur að íþróttamiðstöð.
  3. Sameining sveitarfélaga, valkostir.

Hámarksfjöldi á fundinum er 50 manns og fundargestir þurfa að gæta að sóttvörnum þ.e. grímuskylda og fjarlægðarmörk. 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei