Breytt viðvera atvinnuráðgjafa – 4. maí

DalabyggðFréttir

Ólafur Sveinson, fagstjóri atvinnuþróunar hjá SSV verður með viðveru í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal 4. maí nk. (miðvikudag) frá kl.13:00-15:00.

Samkvæmt viðveruplani atvinnuráðgjafa ætti Ólafur að vera á þriðjudegi en í þetta sinn frestast það um einn dag.

Minnum á að  opið er fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands til og með 10. maí nk. og hægt er að fá ráðgjöf hjá Ólafi varðandi hugmyndir að umsóknum.
Þar má nefna í framhaldi af fundi um smávirkjanakosti í Dalabyggð, að áhugasamir geta sótt um fyrir frumathugun á hagkvæmni virkjunarkosta eða ef frumathugun hefur þegar farið fram, að sækja um fyrir frekari undirbúningsrannsóknir.

Frétt: Umsóknir varðandi smávirkjunarvalkosti

Frétt: Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei