Þó að við leyfum okkur nokkrum konfektmolum meira en venjulega skulum við ekki bregða út af vananum við flokkun úrgangs yfir komandi hátíðir.
Jólapappír fer með pappír og pappa, það er til jólapappír sem flokka á með plasti, hægt er að greina á milli með því að prufa að rífa hann, ef það er ekki hægt, þá fer hann með plasti.
Pakkabönd fara í almennt sorp/með plasti (fer eftir hvort efnið sé blandað) en efnisborðar með textíl.
Við bendum á að ef gjafir eru opnaðar með gát er möguleiki á að endurnýta pappír, borða og bönd til að pakka inn eða skreyta gjafir síðar.
Jólakort, umslög og merkimiðar úr pappír fara með pappír og pappa.
Stundum er hægt að endurnýta framhlið jólakorta (ef ekkert er skrifað á hana) með því að klippa hana niður í merkimiða fyrir jólagjafi næsta árs.
Niðursuðurdósir á að skola vel og setja í grænu tunnuna. Eggjabakkar fara einnig í grænu tunnuna sem og plastpokar utan af kartöflum eða plastumbúðir utan af forsoðnum kartöflum.
Endilega skoðið jóladagatölin, stundum er plast í þeim (t.d. súkkulaði dagatöl) og þarf þá að aðskilja áður en skilað er á rétta staði.
Eflaust fellur eitthvað til af lífrænum úrgangi á næstu vikum. Munið að setja ekki óeldaðan fisk eða hrátt kjöt í brúnu tunnuna, það á einnig við um roð eða afganga af reyktum/gröfnum lax og afganga af gröfnu eða tvíreyktu kjöti. Bein sem falla til við t.d. úrbeiningu og eru því óelduð fara í almennt sorp (gráa tunnan). Eldhúspappír má fara í brúnu tunnuna á meðan hann var ekki notaður með skaðlegum efnum s.s. hreinsiefnum.
Ef mikið fellur til af afskornu grænmeti, má safna því saman í ílát í frystir og nýta það til að útbúa grænmetissoð síðar. Ef við komumst ekki yfir að borða alla ávextina er hægt að skipta þeim niður í ílát, setja í frystir og nýta í þeyting (smoothie) seinna. Á vefnum www.samangegnsoun.is má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi m.a. geymslu matvæla og nýtingu afganga til að sporna gegn matarsóun.
Mandarínukassar fara í almennt sorp.
Mandarínukassa er hægt að endurnýta heima, t.d. þegar verið er að setja saman gjafakörfur eða jólaskreytingar, jafnvel til að flokka hluti í geymslunni.
Í rafhlöðum og ýmsum raftækjum eru spilliefni sem eru hættuleg heilsu okkar og náttúrunni. Rafhlöðum skal skila til viðurkenndra aðila sem hafa þekkingu til að farga eða eyða slíku.
Raftæki, leikföng, jólaseríur, ljósaperur og annað í þeim dúr á að skila á endurvinnslustöðina, það á ekki að fara í almennt sorp eða í endurvinnslutunnu.
Kertaafgöngum má skila á endurvinnslustöðina. Álbikarar undan sprittkertum fara með málmum svo það má setja þá í grænu tunnuna ef búið er að fjarlægja vax og kveik úr bikarnum.
Til að endurnýta kertaafganga heima er hægt að bæta þeim í útikertin. Þráðurinn í útikertunum er sterkur og þess vegna er hægt að bæta kertaafgöngum út í til að ljósið vari lengur.
Hafið í huga að lifandi jólatrjám þarf að skila á gróðursvæðið með öðrum trjáúrgangi.
Ef að þið hafið tök á, þá eru geitur sólgnar í trén og myndu ekki slá klauf á móti því að fá þau.
Notaðir skoteldar fara í almennt sorp eftir að þeir hafa kólnað og fengið að standa úti. Björgunarsveitin og Gámafélagið stefna á samstarf um söfnun á flugeldarusli, auglýst þegar nær dregur áramótum. Gölluðum flugeldum má skila til björgunarsveitarinnar sem kemur þeim í sérstaka förgun.
Úrgangur er ekki rusl nema hann henti hvorki til endurnýtingar eða endurvinnslu!
Endurvinnslustöðin að Vesturbraut 22 í Búðardal verður opin eftirfarandi daga:
- Fimmtudaginn 22. desember
- Lokað á Aðventudag (24. des)
- Þriðjudaginn 27. desember
- Fimmtudaginn 29. desember
- Lokað á Gamlársdag (31. des)
- Þriðjudaginn 3. janúar
Lúgur við endurvinnslustöðina verða áfram opnar allan sólahringinn, alla daga vikunnar og biðjum við íbúa um að huga vel að réttri flokkun þegar skilað er í þær.
28. og 29. desember verður losun á gráu tunnunni í Dalabyggð. Gætum að því að hafa tunnur aðgengilegar og mokum snjó frá þeim ef þarf.
Nýtt sorphirðudagatal verður gefið út á nýju ári.