Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, 3. þingmaður Norðvesturkjördæmis, nýtti sér aðstöðuna í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar til starfa nú í byrjun árs.
Lilja situr m.a. í allsherjar- og menntamálanefnd, framtíðarnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd svo eins og gefur að skilja er ýmislegt sem þarf að sinna þó Alþingi komi ekki saman aftur fyrr en 23. janúar n.k.
Þó viðvera væri ekki löng í þetta sinn sagði Lilja aðstöðuna góða og að hún ætti klárlega eftir að nýta sér hana aftur.
Þessa dagana eru þónokkrar framkvæmdir í gangi í Stjórnsýsluhúsinu og felast þær meðal annars í því að bæta Nýsköpunarsetrið svo hægt sé að nýta það enn frekar.
Frekari upplýsingar um setrið má m.a. finna hér: Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, 3.þm Norðvest. við störf í setrinu.