Denise Weber reiðkennari verður með reiðkennslu hjá Hestamannafélaginu Glað fjórar helgar í vetur ef næg þátttaka fæst.
Kennt verður bæði laugardag og sunnudag svo alls verða 8 tímar.
Helgarnar eru:
4.-5. febrúar
25.-26. febrúar
25.-26. mars
15.-16. apríl
Námskeiðið er fyrir alla aldurshópa, þ.e. börn frá 8 ára, unglinga og fullorðna.
Verð fyrir allar helgarnar:
Börn og unglingar (8 til 16 ára) verða að jafnaði 3-4 saman í hóp, kr. 16.000
Fullorðnir, 2 saman í tíma kr. 35.000
Fullorðnir, einkatímar kr. 60.000
Ef einhverjir vilja stakar helgar/tíma þá reynum við að verða við því þegar allar skráningar liggja fyrir. Viðkomandi greiða þá í hlutfalli við það.
Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 15. janúar, ef öll pláss fyllast gildir gamla reglan: fyrstur kemur – fyrstur fær!
Þórey Björk tekur við skráningum á Facebook, með tölvupósti thoreyb@gmail.com og í síma 821 1183.