Nýtt efni á bókasafninu

DalabyggðFréttir

Fjöldi nýrra bóka er komin á Héraðsbókasafn Dalasýslu.

Í þessu nýja úrvali má meðal annars finna:

Refsiengill  eftir Heine Bakkeid sem er fjórða bókin í frábærum spennusagnaflokki um lögregluforingjann Thorkild Aske sem er af íslenskum ættum.
Fótboltastjörnur eftir Simon Mugford og Dan Green, annars vegar sem fjallar um Salah og hins vegar Haaland.
Systraklukkurnar eftir Lars Mytting en sagan segir frá sjö hundruð ára gamalli stafkirkju í afskekktri sveit í Noregi hanga Systraklukkurnar og eru sagðar hringja þegar hætta steðjar að.

Við hvetjum unga sem aldna til að heimsækja safnið og ná sér í góða bók.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei