Jörvagleði 2023 – Dagskrá

DalabyggðFréttir

Á fundi menningarmálanefndar þann 5. apríl 2023 var samþykkt dagskrá Jörvagleði 2023 (með fyrirvara um breytingar).

Dagskráin er birt með fundargerð nefndarinnar og mun fara í póstdreifingu þriðjudaginn 11. apríl n.k.

Á dagskrá Jörvagleði í ár eru m.a. viðburðir sem hafa hlotið styrki úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands, Frumkvæðissjóði DalaAuðs og Menningarmálaverkefnasjóði Dalabyggðar.

DAGSKRÁ JÖRVAGLEÐI 2023
Kl. LAUGARDAGURINN 15. APRÍL
20:00 60 ára afmæli ÞorrakórsinsÍ tilefni þess að Þorrakórinn verður 60 ára á árinu, ætla kórfélagar hans að blása til söngskemmtunar í félagsheimilinu að Staðarfelli. Fjölbreytt söngdagskrá og kaffiveitingar, komum saman og syngjum okkur inn í vorið. Allir velkomnir!
Aðgangseyrir: 2.000kr.- (Athugið engin posi) Frítt fyrir 16 ára og yngri.
Kl. MIÐVIKUDAGURINN 19. APRÍL (Síðasti vetrardagur)
16:30 – 17:30 og 17:30 – 19:00 Opin fimleikaæfing UndraÍþróttafélagið Undri verður með opna fimleikaæfingu í íþróttahúsinu að Laugum. Krakkarnir sýna hvað þau hafa lært og gestir geta prófað að gera æfingar.
17:30 Afhjúpun minnisvarða130 ár eru liðin frá fæðingu Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. Því er vel við hæfi að verk hans „Kona að strokka“ verður afhjúpað síðasta vetrardag að Erpsstöðum.
19:30 – 23:30 Setningarhátíð Jörvagleði 2023 í Árbliki Á setningarathöfninni verður meðal annars fjallað um Ásmund Sveinsson myndhöggvara, við fögnum 25 ára afmæli Glímufélags Dalamanna, fáum sögur og söng. Ólöf Halla Bjarnadóttir (söngur), Jónína Björg Magnúsdóttir (söngur og gítar) og Guðbjörg Leifsdóttir (píanó, söngur) flytja tónlist og Steinþór Logi Arnarsson og Alexandra Rut Jónsdóttir taka einnig nokkur lög. Sælureiturinn Árblik selur veitingar á staðnum.
Kl. FIMMTUDAGURINN 20. APRÍL (Sumardagurinn fyrsti)
13:00 – 15:00 Kona á skjön, um ævi og störf Guðrúnar frá LundiÓþekkt 59 ára gömul kona norðan úr Skagafirði verður metsöluhöfundur nánast á einni nóttu og bækurnar tróna á toppi vinsældarlista í rúma tvo áratugi þó raddsterkir áhrifamenn flokkuðu verk hennar með erlendum afþreyingarbókmenntum og reyfararusli. Kristín Sigurrós Einarsdóttir, kennari og leiðsögumaður og Marín Guðrún Hrafnsdóttir, bókmenntafræðingur og langömmubarn Guðrúnar segja okkur frá þessari mögnuðu konu í máli og myndum. Viðburðurinn fer fram í efri salnum í félagsheimilinu Dalabúð.
13:00 – 18:00 MálverkasýningDóra St. Ástvaldsdóttir og Þrúður Kristjánsdóttir sýna verk sín á Silfurtúni (gengið inn um suðurdyr). Ýmis málverk til sölu.
13:00 – 15:00 SkátafjörSkátafélagið Stígandi með leiki og fjör að Laugum í Sælingsdal. Allir velkomnir!
15:00 – 17:00 Barnaskemmtun Blaðrarinn mætir að Laugum í Sælingsdal með stutta skemmtilega sirkussýningu og gerir svo blöðrudýr fyrir börnin í framhaldinu.
15:00 – 17:00 Opið húsUngmennafélagið Ólafur Pái verður með opið hús að Vesturbraut 8 þar sem hægt verður að kíkja í heimsókn og skoða uppbygginguna á heilsueflingarhúsnæði félagsins. Í húsinu er m.a. að finna líkamsrækt, aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara/nuddara, aðstöðu fyrir hársnyrta og snyrtistofu.
15:00 – 17:00 Opið húsBjörgunarsveitin ósk sýnir nýjan bíl sveitarinnar (breyttur Dodge Ram 3500) og annan björgunarbúnað við húsnæði sitt að Vesturbraut 12.
13:00 – 18:00 SýningSýning í tengslum við hlaðvarpið Lífið á Laugum, verður að Laugum í Sælingsdal. Herbergjum að Laugum verður m.a. breytt til að sýna mismunandi tíðaranda á heimavistinni og einnig verða örsýningar í gangi s.s. stuttmyndir, ljósmyndir og fleira.
14:00 – 17:00 Opin vinnustofaHalldór Ásgeirsson myndlistarmaður verður með opið hús í vinnustofurými sínu að Vesturbraut 20 í Búðardal, 2.hæð (þar sem prjónastofan Magni var áður til húsa).
17:00 Völvan í LaxárdalVilborg Davíðsdóttir rithöfundur flytur erindi í máli og myndum um Þorgerði Þorsteinsdóttur rauðs, landnámskonu Laxárdals, í Vínlandssetrinu. Þorgerður kom í Dalina frá Skotlandi með Auði djúpúðgu ömmu sinni og ungum systkinum í lok níundu aldar. Hún er aðalpersóna síðustu bókar Vilborgar, Undir Yggdrasil. Hún mun einnig segja frá væntanlegu framhaldi á sögu Þorgerðar.
20:30 Tónleikar með HljómbrotiSönghópurinn Hljómbrot með tónleika í Dalabúð. Stjórnandi: Sigurbjörg Kristínardóttir. Aðgangseyrir: 1.000kr.- á mann, ókeypis fyrir 12 ára og yngri og 67 ára og eldri.
Kl. FÖSTUDAGURINN 21. APRÍL
13:00 – 18:00 MálverkasýningDóra St. Ástvaldsdóttir og Þrúður Kristjánsdóttir sýna verk sín á Silfurtúni (gengið inn um suðurdyr). Ýmis málverk til sölu.
13:00 – 18:00 SýningSýning í tengslum við hlaðvarpið Lífið á Laugum, verður að Laugum í Sælingsdal. Herbergjum að Laugum verður m.a. breytt til að sýna mismunandi tíðaranda á heimavistinni og einnig verða örsýningar í gangi s.s. stuttmyndir, ljósmyndir og fleira.
14:00 – 20:00 MyndlistarsýningBjarnheiður Jóhannsdóttir sýnir vatnslitamyndir í Árbliki undir yfirskriftinni Lífið og dauðinn í náttúrunni. Veturinn 2022 – 2023 hefur Bjarnheiður málað mikið af litlum myndum, mestmegnis með vatnslitum, þar sem hún túlkar náttúruna eins og hún sér hana á ýmsum árstíðum, allt frá blómum til fjalla.
17:00 – 18:00 Forsala fyrir ballForsala fyrir ball með Meginstreymi 22. apríl, miðasalan fer fram í Dalabúð. Ath. ekki posi á staðnum, hægt að millifæra.
20:00 LeiksýningLeikklúbbur Laxdæla sýnir verkið Vodkakúrinn eftir Kristlaugu M. Sigurðardóttur í Dalabúð. Miðaverð er 3.500kr.- en 3.000kr.- fyrir eldri borgara og öryrkja. Miðapantanir fara fram á leikklubburinn@gmail.com og greitt með millifærslu þegar pöntun er staðfest. Þeir sem geta ekki sinnt miðapöntunum rafrænt hafi samband við Þorgrím í síma 868-0357. Leikfélagið lofar góðri skemmtun en bendir á að viðburðurinn hentar ekki endilega yngstu börnum.
22:30 Pub quizBjörgunarsveitin Ósk stendur fyrir spurningakeppni á Vínlandssetrinu. Vínlandssetrið selur kaldann á krana.
Kl. LAUGARDAGURINN 22. APRÍL
10:00 – 15:00 Listasmiðja götulistaverksListakonurnar Rain Mason og Bjarnheiður Jóhannsdóttir bjóða upp á listasmiðju í Vínlandssetrinu fyrir börn á aldrinum 10 til 16 ára. Viðfangsefnið er umhverfislist og hugmyndavinna við gerð götulistaverks í Búðardal. Vinnusmiðjan er þátttakendum að kostnaðarlausu.
11:00 VíðavangshlaupUDN með víðavangshlaup (einnig hægt að ganga). Byrjað við líkamsræktina (Vesturbraut 8, Búðardal), farið niður Miðbraut, Strandstígurinn út að Laxárós, hlaupið þar upp með Laxá og upp í gegnum hesthúsahverfið, komið niður hjá Fjósum og endað hjá ræktinni að nýju. Leiðin er um 5km löng og hver getur farið á sínum hraða.
11:00 – 12:00 Opið húsUngmennafélagið Ólafur Pái verður með opið hús að Vesturbraut 8 þar sem hægt verður að kíkja í heimsókn og skoða uppbygginguna á heilsueflingarhúsnæði félagsins. Í húsinu er að finna líkamsrækt, aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara/nuddara, aðstöðu fyrir hársnyrta og snyrtistofu.
13:00 Vetrarleikar GlaðsHestamannafélagið Glaður heldur vetrarleika sína á Nesoddavellinum við hesthúsahverfið í Búðardal. Keppt verður í tölti og fjórgangi í öllum aldursflokkum og fimmgangi í fullorðinsflokki. Nánari upplýsingar á www.gladur.is
13:00 – 18:00 SýningSýning í tengslum við hlaðvarpið Lífið á Laugum, verður að Laugum í Sælingsdal. Herbergjum að Laugum verður m.a. breytt til að sýna mismunandi tíðaranda á heimavistinni og einnig verða örsýningar í gangi s.s. stuttmyndir, ljósmyndir og fleira.
13:00 – 16:00 MálverkasýningDóra St. Ástvaldsdóttir og Þrúður Kristjánsdóttir sýna verk sín á Silfurtúni (gengið inn um suðurdyr). Ýmis málverk til sölu.
14:00 – 17:00 Opin vinnustofaHalldór Ásgeirsson myndlistarmaður verður með opið hús í vinnustofurými sínu að Vesturbraut 20 í Búðardal, 2.hæð (þar sem prjónastofan Magni var áður til húsa).
14:00 – 20:00 MyndlistarsýningBjarnheiður Jóhannsdóttir sýnir vatnslitamyndir í Árbliki undir yfirskriftinni Lífið og dauðinn í náttúrunni. Veturinn 2022 – 2023 hefur Bjarnheiður málað mikið af litlum myndum, mestmegnis með vatnslitum, þar sem hún túlkar náttúruna eins og hún sér hana á ýmsum árstíðum, allt frá blómum til fjalla.
16:30 – 18:30 Tónleikar í Dalíu Tónlistarkonan Una Torfadóttir verður með tónleika í Dalíu, Miðbraut 15. Miðasala fer fram á Tix.is
19:00 Kótilettukvöld LionsLionsklúbbur Búðardals stendur fyrir kótilettukvöldi í Dalabúð. Skemmtidagskrá verður undir borðhaldi og Kveinstafir flytja tónlist.
23:30 – 03:00 Ball með MeginstreymiHljómsveitin Meginstreymi stendur fyrir balli í Dalabúð, húsið opnar kl.23:30 og ballið stendur til 03:00. Miðaverð: 3.000kr.- í forsölu en 3.500kr.- við hurð. 18 ára aldurstakmark.
Kl. SUNNUDAGURINN 23. APRÍL
10:00 – 15:00 Listasmiðja götulistaverksListakonurnar Rain Mason og Bjarnheiður Jóhannsdóttir bjóða upp á listasmiðju fyrir börn á aldrinum 10 til 16 ára. Viðfangsefnið er umhverfislist og hugmyndavinna við gerð götulistaverks í Búðardal. Vinnusmiðjan er þátttakendum að kostnaðarlausu.
13:00 – 18:00 SýningSýning í tengslum við hlaðvarpið Lífið á Laugum, verður að Laugum í Sælingsdal. Herbergjum að Laugum verður m.a. breytt til að sýna mismunandi tíðaranda á heimavistinni og einnig verða örsýningar í gangi s.s. stuttmyndir, ljósmyndir og fleira.
14:00 – 17:00 Opin vinnustofaHalldór Ásgeirsson myndlistarmaður verður með opið hús í vinnustofurými sínu að Vesturbraut 20 í Búðardal, 2.hæð (þar sem prjónastofan Magni var áður til húsa).
14:00 – 20:00 MyndlistarsýningBjarnheiður Jóhannsdóttir sýnir vatnslitamyndir í Árbliki undir yfirskriftinni Lífið og dauðinn í náttúrunni. Veturinn 2022 – 2023 hefur Bjarnheiður málað mikið af litlum myndum, mestmegnis með vatnslitum, þar sem hún túlkar náttúruna eins og hún sér hana á ýmsum árstíðum, allt frá blómum til fjalla.
20:00 LeiksýningLeikklúbbur Laxdæla sýnir verkið Vodkakúrinn eftir Kristlaugu M. Sigurðardóttur í Dalabúð. Miðaverð er 3.500kr.- en 3.000kr.- fyrir eldri borgara og öryrkja. Miðapantanir fara fram á leikklubburinn@gmail.com og greitt með millifærslu þegar pöntun er staðfest. Þeir sem geta ekki sinnt miðapöntunum rafrænt hafi samband við Þorgrím í síma 868-0357. Leikfélagið lofar góðri skemmtun en bendir á að viðburðurinn hentar ekki endilega yngstu börnum.

AÐRIR VIÐBURÐIR, OPNUNARTÍMAR OG TILBOÐ

Dalahótel Laugum
Dalahótel Laugum er með tilboð á gistingu í tengslum við Jörvagleði 19 – 23 apríl.
2ja manna herbergi með baði – 20.900 kr nóttin.
1 manns herbergi með baði – 18.000 kr nóttin.
Morgunverður kr 2000 per mann.

Boðið verður uppá kvöldverðarmatseðil föstudags – og laugardagskvöld.
Góð tilboð á hótelbarnum.

 

Sælureiturinn Árblik
Miðvikudaginn 19. apríl – Setningarathöfn Jörvagleðinnar 2023 19:30 – 23:30
Fimmtudaginn 20. apríl (Sumardaginn fyrsta) – lokað vegna einkasamkvæmis

Föstudaginn 21. apríl – opið 14:00 – 20:00
Laugardaginn 22. apríl – opið 14:00 – 20:00
Sunnudaginn 23. apríl – opið 14:00 – 20:00

Súpa, brauð, kaffi, kökur og smurbrauð að hætti Estu og Sigurdísar. Listsýning Bjarnheiðar Jóhannsdóttur fer fram á opnunartíma.

 

Handverkshópurinn Bolli

Opið frá kl. 11:00 – 17:00 alla dagana. Einstakt handverk úr heimabyggð.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei