Laus störf í Auðarskóla (leik-, grunn- og tónlistarskóli)

DalabyggðFréttir

Auðarskóli leitar að metnaðarfullum, jákvæðum og skapandi starfsmönnum með þekkingu og áhuga á skólastarfi!

Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Á næsta skólaári verða 75 nemendur í 1.-10. bekk grunnskólans og um 22 börn í leikskólanum. Helmingur nemenda grunnskólans stundar einnig tónlistarnám. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð-Ánægja-Árangur.

Það er gott að búa í Dalabyggð. Boðleiðir eru stuttar, félagslíf er fjölbreytt og svæðið fullkomið fyrir þá sem vilja búa fjarri erli og óþarfa áreiti. Dalabyggð leggur áherslu á samhent og fjölskylduvænt samfélag þar sem allir íbúar geta unað vel. Í Dölunum gefast mörg tækifæri til útivistar og hreyfingar og í Búðardal er einnig vel búin líkamsræktarstöð.

Starfsandinn í skólanum er góður og einkennist af samvinnu og samhjálp og því er leitað eftir starfsfólki sem hefur metnað til að taka þátt í þróun skólastarfs og vill vera virkur hluti liðsheildar.

Deildarstjóri grunnskóla 100% – 1 staða

Menntunar- og hæfniskröfur deildarstjóra í grunnskóla:

  • Leyfisbréf til kennslustarfa í grunnskóla
  • Leiðtogahæfileikar og áhugi á þróunarstarfi
  • Skipulagshæfileika, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Reynsla af teymisvinnu og samvinnu
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Mjög góð íslensku- og tölvukunnátta
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti

 

Aðstoðarleikskólastjóri 50%/Deildarstjóri leikskólans 50% – 1 staða

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf til kennslustarfa
  • Leiðtogahæfileikar og áhugi á þróunarstarfi
  • Reynsla af starfi og/eða stjórnun í leikskóla
  • Skipulagshæfileika, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Mjög góð íslensku- og tölvukunnátta
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti

 

Leikskólakennarar 100% –  4 stöður

 

Grunnskólakennarar – Umsjónarkennarar 80-100%

  • Umjónarkennari – Yngsta stig 2 stöður
  • Umsjónarkennari – Miðstig 2 stöður
  • Umsjónarkennari – Elsta stig 1 staða
  • Íþróttakennari – Tímabundið í 1 ár (starfslok 31.7.2024)

 

Sérkennari grunnskóla 80-100% – 1 staða

Menntunar- og hæfniskröfur kennara:

  • Leyfisbréf til kennslustarfa
  • Reynsla sem nýtist í starfi
  • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
  • Lipurð og færni í samskiptum og samvinnu
  • Jákvæðni og sveigjanleiki
  • Stundvísi, reglusemi og skipulögð vinnubrögð
  • Mjög góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

 

Þroskaþjálfi 100% – 1 staða

Menntunar- og hæfniskröfur þroskaþjálfa:

  • Þroskaþjálfa eða sambærilega menntun
  • Reynsla af starfi með nemendum með sérþarfir
  • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
  • Lipurð og færni í samskiptum og samvinnu
  • Jákvæðni og sveigjanleiki
  • Stundvísi, reglusemi og skipulögð vinnubrögð
  • Mjög góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands.

 

Stuðningsfulltrúar grunnskóla 70-100% – 3 stöður

Menntunar- og hæfniskröfur stuðningsfulltrúa:

  • Góð færni í samskiptum
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Áhugi á að vinna með börnum og metnaður til að þróa öflugt skólastarf
  • Góð íslenskukunnátta

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.

 

Skólaliðar grunnskóla 50-100% – 2 stöður

Menntunar- og hæfniskröfur skólaliða:

  • Góð færni í samskiptum
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Reynsla af starfi í skóla æskileg

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.

Fáist ekki menntaður kennari í stöðu sem auglýst er, er heimilt að ráða annan í stöðuna og ræður hæfni umsækjanda þar um. Önnur uppeldismenntun og/eða reynsla er þá metin. Ráðið verður í kennarastöður og þroskaþjálfastöðu frá 1. ágúst 2023. Ráðið verður í stöðu stuðningsfulltrúa og skólaliða frá 15. ágúst 2023.

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum.

Umsóknarfrestur er til og með 17. júní 2023.

Nánari upplýsingar veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir, skólastjóri, í síma 4304757. Senda má fyrirspurn á netfangið: herdis@audarskoli.is. Umsóknir á að senda á sama netfang.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi ef við á. Umsókn skal einnig fylgja  kynningarbréf.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei