Mánudaginn 5. júní klukkan 17.00-18.15
Nýsköpunarsetri Dalabyggðar, 1. hæð að Miðbraut 11, Búðardal.
Mánudaginn 5. júní n.k. munu Vífill Karlsson og Bjarki Grönfeldt kynna niðurstöður úr tveimur rannsóknum.
Annars vegar er um að ræða skýrsluna „Margur er knár þó hann er smár“ þar sem skoðuð var ítrekuð ólík útkoma úr íbúakönnun landshlutanna, þar sem borin voru saman nokkuð sambærileg fámenn svæði, þar á meðal Dalabyggð. Sjá nánar hér. Vífill Karlsson, fagstjóri atvinnu- og byggðaþróunarsviðs SSV mun segja frá niðurstöðum skýrslunnar.
Þá mun Bjarki Þór Grönfeldt kynna frumniðurstöður úr ímyndakönnun Vesturlands og fjalla um hverjar niðurstöður hennar voru varðandi ímynd Dalabyggðar.
Heitt á könnunni og allir áhugasamir velkomnir.