Sturluhátíð 15. júlí 2023

DalabyggðFréttir

Sturlufélagið heldur árlega Sturluhátíð laugardaginn 15. júlí nk. – á dagskrá verða m.a. afhjúpun söguskilta, söguganga, erindi og tónlistaratriði.

Hátíðin er kennd við sagnaritarann mikla Sturlu Þórðarson, sem bjó að Staðarhóli í Dölum.
Hátíðin hefst við Staðarhól, Saurbæ í Dölum, með afhjúpun söguskilta sem Sturlufélagið hefur látið útbúa og gefa innsýn í sögu sagnaritarans og Sturlungu.
Að því loknu förum við í sögugöngu með leiðsögn um Staðarhól.
Að lokinni þessari dagskrá á Staðarhóli verður haldið að Laugum í Sælingsdal, þar sem dagskráin heldur áfram og verða bornar fram kaffiveitingar, í boði Sturlufélagsins, að gildum og góðum íslenskum sið.

Dagskrá:

Kl. 13:00 – Staðarhóll, Saurbæ í Dölum.
Afhjúpun söguskilta og Söguganga á Staðarhóli með leiðsögn.

Kl. 15:00 – Sturluhátíð að Hótel Laugum í Sælingsdal.

  1. Einar K. Guðfinnsson formaður Sturlufélagsins, setur hátíðina.
  2. Ármann Jakobsson, prófessor: Hverjum augum leit Sturla Þórðarson, vígið á Snorra Sturlusyni?
  3. Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur: Völvur og væringjar
  4. Torfi Tulinius prófessor: Sturla og sálin. Sýn Sturlu á mannssálina eins og hún birtist í verkum hans.

Soffía Meldal ung söngkona úr Dölunum, flytur lög á milli dagskráratriða.

Aðgangur að hátíðinni er ókeypis og eru allir velkomnir.
Sturlufélagið býður kaffiveitingar að hætti heimamanna.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei