Laust starf: Tónlistarkennari (100% staða)

DalabyggðFréttir

Auðarskóli óskar eftir að ráða tónlistarkennara

Við Auðarskóla er laus 100% staða tónlistakennara við tónlistardeild skólans frá og með 1. ágúst 2023.

Auðarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli og er staðsettur í Búðardal sem er eini þéttbýliskjarni sveitarfélagsins. Á næsta skólaári verða 75 nemendur í 1.-10. bekk grunnskólans og um 22 börn í leikskólanum. Um helmingur nemenda grunnskólans stundar tónlistarnám. Einkunnarorð skólans eru Ábyrgð-Ánægja-Árangur.

Það er gott að búa í Dalabyggð. Boðleiðir eru stuttar, félagslíf er fjölbreytt og svæðið fullkomið fyrir þá sem vilja búa fjarri erli og óþarfa áreiti. Dalabyggð leggur áherslu á samhent og fjölskylduvænt samfélag þar sem allir íbúar geta unað vel. Í Dölunum gefast mörg tækifæri til útivistar og hreyfingar og í Búðardal er vel búin líkamsræktarstöð.

Starfsandinn í skólanum er góður og einkennist af samvinnu og samhjálp og því er leitað eftir starfsfólki sem hefur metnað til að taka þátt í þróun skólastarfs og vill vera virkur hluti liðsheildar.

Menntun og reynsla  

  • Réttindi til kennslu í tónlistarskóla 
  • Framhaldsmenntun er æskileg en ekki skilyrði 
  • Góð færni í hljóðfæraleik 
  • Þekking á kennslu- og uppeldisfræði er æskileg 
  • Hreint sakavottorð 
  • Þekking á helstu upplýsingakerfum sem notuð eru í sveitarfélaginu. 

Hæfnisþættir  

  • Forystu-, skipulags- og samskiptahæfileikar 
  • Sjálfstæði 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og framúrskarandi samstarfshæfni 
  • Geta til að taka þátt í og stjórna breytingum 
  • Áhugi á að taka þátt í teymisstarfi og umbótaverkefnum 
  • Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli

 

Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum.

Umsóknarfrestur er til og með 30. júní 2023.

Nánari upplýsingar veitir Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri Auðarskóla. Senda má fyrirspurn á netfangið: herdis@audarskoli.is. Umsóknir á að senda á sama netfang.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi ef við á. Umsókn skal einnig fylgja  kynningarbréf.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei