Endurbætur á smábátahöfn í Búðardal

DalabyggðFréttir

Unnið hefur verið að endurbótum á smábátahöfninni í Búðardal sl. daga og fer þeim nú að ljúka.

Skipt hefur verið um stagkeðjur, akkeri fyrir bryggju og landfestur. Jafnframt voru endurnýjuð innsiglingarljós og flóðlýsing ásamt því að bryggja var yfirfarin að öðru leyti.

Virkilega ánægjulegt að þessum endurbótum hafi verið náð í sumar.

Í framhaldi af þessum framkvæmdum verður svo settur stigi við enda bryggju. 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei