Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra nýtti tækifærið eftir vígslu brúar yfir Þorskafjörðinn og leit við í Dalabyggð.
Sveitarstjóri, oddviti, varaoddviti, formaður atvinnumálanefndar og verkefnastjóri hittu ráðherrann ásamt aðstoðarmanni og áttu gott samtal.
Meðal umræðuefna voru samgöngumál, löggæsla, byggðaáætlunarverkefni, íþróttamannvirki, farsæld barna og staða bænda. Þá var einnig farið yfir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, áform um uppbyggingu atvinnuhúsnæðis, framgang DalaAuðar (verkefni Brothættra byggða) sem og tæpt á hinum ýmsu málefnum er snerta Dalabyggð.
Ráðherra er þakkað fyrir komuna og samtalið.