Dalabríarí að Laugum í Sælingsdal

DalabyggðFréttir

Tónleikar með Ljótu hálfvitunum og matur úr héraði verður sunnudaginn 22. ágúst á Hótel Eddu, Laugum í Sælingsdal, kl. 20:30.
Sunnudagskvöldið 22. ágúst nk. ætla gestgjafarnir á Hótel Eddu að Laugum í Sælingsdal að bjóða til skemmtunar í íþróttahúsinu með blöndu af tónlist og mat. Þar munu leiða saman hesta sína matgæðingurinn Friðrik V., kokkur hótelsins Snorri V. og hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir.
Ljótu hálfvitarnir er landsþekkt hljómsveit úr Þingeyjarsýslum og þetta mun vera í fyrsta sinn sem þeir halda tónleika í Dölunum.
Friðrik V. er landskunnur matreiðslumaður og hefur sérhæft sig í að töfra fram veisluföng úr því sem hvert hérað býður upp á. Hann hefur verið ráðgjafi Edduhótelanna í þeim efnum í sumar.
Verð á tónleika: 2000 kr.
Verð á matarskömmtum: mismunandi eftir réttum en verður stillt í hóf.

Hægt er að panta borð í síma 444-4930

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei