Dalabyggð greiðir þátttökugjald á Mannamót 2024

DalabyggðFréttir

Í tengslum við markaðssetningu ferðaþjónustu í Dalabyggð vill sveitarfélagið bjóða ferðaþjónum sem ætla sér að taka þátt á Mannamóti 2024 að greiða þátttökugjaldið fyrir þá.

Þann 18. janúar 2024 er komið að hinni árlegu ferðakaupstefnu Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem fram fer í Kórnum í Kópavogi frá klukkan 12 til 17.

Mannamót markaðsstofanna er hugsað sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru víðs vegar um landið. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda og efla tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismunandi landshlutar eru að bjóða uppá.

Hvert fyrirtæki hefur um 1 m af borðplássi og 1 vegg á bak við sig (prentstærð er 95×239 cm á milli járna) til umráða og er staðsett á sama stað og önnur fyrirtæki úr sama landshluta. Uppsetning hefst kl.10:30 og viðburðurinn hefst kl.12. Einnota hvítur dúkur verður á öllum borðum, gott að hafa með sér nafnspjöld, bæklinga og annað kynningarefni. Nánari upplýsingar um aðstöðu og uppsetningar bása má finna hér: Upplýsingar fyrir sýnendur

Einungis samstarfsfyrirtæki markaðsstofanna geta tekið þátt sem sýnendur í Mannamóti 2024. Þátttökugjald er 29.900 kr. + vsk.

Dalabyggð mun styrkja sína ferðaþjóna sem sækja Mannamót með því að greiða þátttökugjaldið fyrir þá!
ATH – ekki er nóg að skrá sig, viðkomandi verður að mæta og taka þátt á Mannamóti. Dalabyggð áskilur sér rétt til að innheimta þátttökugjaldið ef viðkomandi mætir ekki á sýninguna þann 18. janúar n.k.
Er þetta gert í samstarfi við Markaðsstofu Vesturlands þannig að reikningur fyrir þátttöku þeirra ferðaþjóna sem starfa í sveitarfélaginu, skrá sig á Mannamót 2024 og mæta, fer til Dalabyggðar.

Skráning sýnenda og gesta er þegar hafin: SKRÁ MIG

Skráningu lýkur þann 18. desember 2023.

Ef þið þarfnist nánari upplýsinga s.s. varðandi uppröðun, skipulag o.s.frv. bendum við á okkar góða fólk hjá Markaðsstofu Vesturlands.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei