Íbúð laus til leigu í Búðardal

DalabyggðFréttir

Brák íbúðafélag hses. auglýsir eftir umsóknum um úthlutun íbúðar til leigu við Bakkahvamm 8C í Búðardal. Um er að ræða eina þriggja herbergja, 75 m² íbúð í raðhúsi á einni hæð.

Markmið Brák íbúðafélags hses. er að bæta húsnæðisöryggi tekju- og eignaminni fjölskyldna og einstaklinga, með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda.

Um útleigu íbúðarinnar gilda lög um almennar íbúðir nr. 52/2016, í lögunum/reglugerð eru tilgreind tekju- og eignamörk ásamt viðmiði um greiðslubyrði leigu.

Umsókn um leigu

Fylla skal út umsóknareyðublað (umsóknareyðublað hér) og senda á netfangið: brakibudafelag@brakibudafelag.is ásamt afriti af síðasta skattframtali og afriti af þremur síðustu launaseðlum umsækjenda. Endurnýja þarf áður innsendar umsóknir ef áhugi er fyrir hendi að senda inn nýja umsókn vegna auglýstrar íbúðar.

Það er Brák hses. sem mun úthluta íbúðinni sem áður var eign Bakkahvamms hses. 

 

Umsóknarfrestur er til og með 5. júní 2024.

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei