Styrkur til viðhalds og endurbóta Guðrúnarlaugar

DalabyggðFréttir

Dalabyggð hlaut á dögunum styrk úr Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða að upphæð 2.160.000kr.- í verkefnið Guðrúnarlaug að Laugum í Sælingsdal – viðhald og endurbætur.

Styrkurinn felst í viðhaldi, stígagerð og bættri upplýsingamiðlun með skiltum til að koma í veg fyrir frekari niðurtroðning á svæðinu. Þannig er stuðlað að verndun náttúru og öryggi gesta.

Markmið og hlutverk Framkvæmdarsjóðs ferðamannastaða er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða og ferðamannaleiða um land allt og styðja með því við þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar stoðar í íslensku atvinnulífi. Það er jafnframt markmið sjóðsins að stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna um landið og styðja við svæðisbundna þróun.

Dalabyggð þakkar stuðninginn sem er mikilvægur liður í uppbyggingu og fegrun á svæðinu.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei