Opinn umræðufundur: Ímynd Dalanna

DalabyggðFréttir

Miðvikudaginn 15. maí n.k. kl.17:00 verður haldinn opinn umræðufundur í Dalabúð (efri salnum).

Yfirskriftin er „Ímynd Dalanna – hvernig viljum við að aðrir sjái okkur?
Fundurinn er hluti af verkefninu Dalabyggð í sókn, þar sem unnið er að því að styrkja ímynd Dalanna með það að markmiði að trekkja að nýja íbúa, fyrirtæki og fjárfesta. Dalabyggð og SSV standa að verkefninu og hafa notið liðsinnis Háskólans við Bifröst vegna þess. Nýlega var samið við fyrirtækið Cohn&Wolfe sem sérhæfir sig í almannatengslum og mun framkvæmdastjóri þess, Ingvar Örn Ingvarsson halda stutta kynningu og kalla eftir hugmyndum á fundinum sem nýst geta í t.d. markaðsaðgerðir og markaðsefni fyrir Dalina.

Við vitum að það standa margir í ströngu í maí en hvetjum alla sem hafa áhuga og tækifæri til að mæta og viðra hugmyndir sínar. Hvað eru Dalirnir í okkar augum – hvernig viljum við að aðrir sjái Dalina – hvað höfum við sem við viljum að aðrir viti af – hvernig samfélag er í Dölum – spáum í þessu saman og byggjum upp sterka ímynd af þessu frábæra samfélagi sem við búum í.

Allir íbúar, rekstraraðilar og velunnarar hjartanlega velkomnir!

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei