Tilnefning: Dalamaður ársins 2024

DalabyggðFréttir

Í tilefni af 30 ára afmæli Dalabyggðar þann 11. júní nk. hefur verið ákveðið að standa fyrir tilnefningu um Dalamann ársins 2024 og tilkynna um niðurstöðuna á hátíðarhöldum þann 17. júní þar sem afmæli sveitarfélagsins verður einnig fagnað.

Hérna neðst í fréttinni má finna rafrænt eyðublað þar sem eru tvær spurningar sem þarf að svara til að atkvæðið sé tekið gilt.
Þetta tilnefningarform verður opið til og með miðvikudeginum 12. júní nk.

Að því loknu fara tilnefningar með rökstuðningi fyrir menningarmálanefnd sem mun tilkynna um Dalamann ársins 2024 á hátíðarhöldunum.

Svör eru ekki rekjanleg niður á þátttakendur.
TILNEFNA DALAMANN ÁRSINS 2024        <– smellið hér

 

Handhafar titils sl. ár:
2023 – Heiðursverðlaun á Jörvagleði, Halldór Þórðarson
2022 – Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld
2021 – Bragi Þór Gíslason

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei