Okkar vantar flokksstjóra á vettvangi !

SveitarstjóriFréttir

Eins og kunnugt er þá hefst vinnuskóli Dalabyggðar þetta sumarið þann 10. júní n.k. og er stefnan að starfrækja hann í allt að 7 vikur í sumar.

Sökum aðstæðna þá óskum við eftir starfsmanni í starf flokksstjóra á vettvangi sem starfa myndi undir handleiðslu hennar Sigríðar okkar Jónsdóttur sem verið hefur umsjónarmaður Vinnuskólans undanfarin ár.

Fyrirvarinn er stuttur en engu að síður köllum við eftir aðstoð þannig að okkur sé kleift að halda úti mikilvægum þætti í sumarstarfi Dalabyggðar.

Upplýsingar gefur Sigríður í síma 849-3619 og í gegnum netfangið vinnuskoli@dalir.is

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei