Söfnun brotajárns í Dalabyggð 2024

Kristján IngiFréttir

Dalabyggð hefur samið við málmendurvinnslufyrirtækið Furu ehf. um söfnun brotajárns og fleiri úrgangsflokka sumarið 2024.

Áætlað er að söfnunin fari fram kringum mánaðarmótin júní/júlí. Söfnunarátakið kemur í stað málmgáma sem hafa verið aðgengilegir viku í senn víðsvegar um sveitarfélagið á sumrin. Sú söfnun verður áfram fyrir timbrið með sama sniði og verður kynnt sérstaklega. Átökin eru bæði innifalin í sorphirðugjöldum sveitarfélagsins og eru ætluð greiðendum þeirra, heimilum og frístundahúsum.

Fyrirkomulagið í ár verður með eftirfarandi hætti:
Hver þjónustuþegi safnar efninu á einn stað þar sem stórir bílar geta athafnað sig. Undirlag og aðgengi þarf að vera traust og rúmgott. Magn á hverjum stað skal vera að lágmarki um 2 tonn þar sem fastur kostnaður fellur til fyrir hvern stað. Leitað er eftir samþykki þeirra sem panta losun til að taka við minni förmum frá bæjum í kring.
Fura kemur með stóran bílkrana með kló (90 tonnmetra) og stóran 40 feta gáma á trailer. Starfsmenn Furu sjá um að lesta og fjarlægja efnið.

Eftirfarandi efnisflokka verður hægt að skila til endurvinnslu:

  • Bílflök, vinnuvélar og heyvinnutæki
  • Allt brotajárn
  • Rafgeymar
  • Rafmótorar
  • Hjólbarðar

Óskað er eftir þjónustu á sérstöku pöntunarformi þar sem fram koma m.a. eftirfarandi upplýsingar:

  • Nafn þess sem óskar eftir þjónustunni, símanúmer og netfang
  • Nákvæm staðsetning (bær og svæði)
  • Hvers konar úrgangi er áætlað að skila
  • Áætlað magn (mynd ef hægt er)

Pantanir fara fram á þessu formi hér eða með því að hringja í 430-4700 á opnunartíma skrifstofu, kl. 09-13 alla virka daga.
Pantanir þurfa að hafa borist í síðasta lagi 18. júní 2024. Söfnun hefst 25 júní.

Ef eitthvað er óljóst þá má hafa samband við  Gunnar hjá Furu í síma 894-4238.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei