Skipulagsbreytingar í Ólafsdal til kynningar

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar tók fyrir á fundi sínum 11. júní 2024 tillögu að breytingu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 sem tekur til landnotkunar í Ólafsdal. Um er að ræða tillögu á vinnslustigi og er hún til kynningar í Skipulagsgátt fram til 25. júlí 2024 á slóðinni https://skipulagsgatt.is/issues/2024/362

Samhliða aðalskipulagsbreytingu eru kynnt drög að samsvarandi deiliskipulagsbreytingu í Ólafsdal sem er einnig aðgengileg í Skipulagsgátt á slóðinni https://skipulagsgatt.is/issues/2024/823

Ábendingum og athugasemdum má skila skriflega undir viðkomandi tillögum í Skipulagsgátt fram til 25. júlí næstkomandi.

Að lokinni kynningu vinnslutillagna verða þær fullunnar og afgreiddar í sveitarstjórn og sendar Skipulagsstofnun til athugunar. Eftir athugun hjá Skipulagsstofnun verða þær auglýstar með 6 vikna athugasemdarfresti í haust.

Hlynur Torfi Torfason, skipulagsfulltrúi

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei