Sjöunda sögurölt safnanna verður fimmtudaginn 15. ágúst kl. 19 að Fagradalstungu. Fagradalstunga fór í eyði 1946, en er nytjuð frá Fossi.
Farið verður frá hlaðinu í Innri-Fagradal stundvíslega kl. 19 og keyrt áleiðis fram dalinn. Öll leiðin er um 2 km eftir götum og vegslóðum og örlítið á fótinn. Vaða þarf yfir Seljadalsá, en vaðið er mjög gott, en vatnsmagn fer eftir úrkomu vikunnar.
Göngustjóri er Valdís Einarsdóttir safnvörður með aðstoð heimamanna.
Söguröltin eru samstarfsverkefni Sauðfjárseturs á Ströndum, Byggðasafns Dalamanna og Héraðsskjalasafns Dalasýslu.