Samráð um þjónustustefnu Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Íbúar eru beðnir um að skila ábendingum vegna þjónustustefnu Dalabyggðar fyrir 14. október nk. á netfangið johanna@dalir.is

Þjónustustefna Dalabyggðar – DRÖG til umsagnar

Forsaga

2021 kom inn ný grein í sveitarstjórnarlög nr. 138/2011:

130. gr. a. Stefna um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags.
▫ Samhliða fjárhagsáætlun, sbr. 62. gr., skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi
ár og næstu þrjú ár á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í
byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum viðkomandi sveitarfélags.
▫ Við gerð og mótun stefnunnar skal sveitarstjórn hafa samráð við íbúa
sveitarfélagsins. Málsmeðferð við afgreiðslu stefnunnar skal að öðru leyti vera skv. 3.
mgr. 62. gr.

Í samræmi við 2. mgr. er varðar samráð við íbúa sveitarfélagsins voru haldnir samráðsfundir í Nýsköpunarsetri Dalabyggðar 15. og 16. apríl vegna vinnu við þjónustustefnu Dalabyggðar. Fyrri fundurinn var kl.17:00 og seinni kl.20:00, dagskrá fundanna var sú sama. Voru haldnir tveir fundir til að veita íbúum betra tækifæri til að taka þátt í samráðinu.
Á fundunum var unnið með lögskyld, lögheimil og valkvæð verkefni sveitarfélaga. Þátttakendur gátu átt samtal um verkefnin og gert athugasemdir við einstaka málaflokka. Voru þátttakendur beðnir um að hafa það sérstaklega í huga að merkja við ef þeir hefðu upplifað þjónustuna öðruvísi en segir í drögum þjónustustefnunnar, ef þeir hefðu þurft að sækja þjónustuna annað (þá hvert og hvers vegna), ef þeir höfðu athugasemdir við útfærslu þjónustunnar eða betri leiðir til að ná markmiðum viðkomandi þjónustu eða ef þjónusta væri ekki skilgreind nægilega vel að þeirra mati.

Var tekið tillit til athugasemda frá samráðsfundum eftir því sem við átti og drögin borin undir sveitarstjórn í maí sl. til fyrri umræðu. 

Hér eru þau drög lögð fram og kallað eftir ábendingum áður en þjónustustefnunni er vísað til seinni umræðu. Opið verður fyrir umsagnir við drög að þjónustustefnu til 14. október nk. 

Þjónustustefna Dalabyggðar – DRÖG til umsagnar

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei