Kæru íbúar!
Nú er komið að ykkur! Næsti íbúafundur DalaAuðs verður haldinn í Dalabúð fimmtudaginn 17. október n.k. Dagskrá fundar verður birt á næstu dögum.
Á fundinum verður m.a. haldin vinnustofa íbúa þar sem við setjum okkur markmið fyrir næsta ár en árið 2025 er síðasta verkefnisár DalaAuðs. Núna er tækifærið til að koma hugmyndum að áhugaverðum verkefnum, sem efla samfélagið okkar, á dagskrá!
Við munum einnig nýta fundinn til að ræða framtíðina og hvað þið sjáið fyrir ykkur að taki við eftir að DalaAuðs verkefnið er búið.
Hér fyrir neðan má sjá drög að verkefnisáætlun sem íbúar taka til skoðunar á fundinum 17. október, hægt verður að bæta við nýjum markmiðum á fundinum, sé vilji fyrir því.
Verkefnisáætlun DalaAuðs 2024 – DRÖG
Þeir sem vilja koma athugasemdum á framfæri varðandi áætlunina er velkomið að senda póst á linda@ssv.is
Takið 17. október frá – sjáumst í Dalabúð!
Linda Guðmundsdóttir
Verkefnisstjóri DalaAuðs