Grjóthleðslur og ostar

DalabyggðFréttir

Næstu helgi eru tvö námskeið á vegum Ólafsdalsfélagsins. Á laugardag og sunnudag verður grjót- og torfhleðslu í Ólafsdal. Og á laugardag verður ostagerð og slowfood í Tjarnarlundi.

Grjót- og torfhleðsla

Helgina 3.-4. september stendur Ólafsdalsfélagið fyrir námskeiðinu Grjót- og torfhleðsla í Ólafsdal.

Á tíma bændaskólans voru í Ólafsdals hlaðnir umfangsmiklir grjótgarðar um tún, en einnig falleg tröð heim að húsunum og hlaðnir veggir útihúsa. Kynnt verður saga þessara hleðslna.
Á námskeiðinu verður hlaðinn veggur úr tofi og grjóti, en jafnframt sýnd handtök við endurhleðslu og viðgerð á gömlum vegg.

Leiðbeinandi er Ari Jóhannesson og honum til aðstoðar er Grétar Jónsson.

Hámark 15 þátttakendur og námskeiðsgjald er 25.000 kr.

Ostagerð og slowfood

Laugardaginn 3. september kl. 11-17 stendur Ólafsdalsfélagið fyrir námskeiðinu Ostagerð og slowfood í Tjarnarlundi.
Námskeið í heimavinnslu mjólkurafurða með áherslu á einfalda ostagerð. Jóhanna Þorvaldsdóttir frá Háafelli kynnir Slowfood-hreyfinguna, markmið hennar og hugmyndafræði og býður upp á bragð af geitaostinum sínum. Kynnt ostagerð gamla Landbúnaðarskólans í Ólafsdal. Eggert Antonsson mjólkurfræðingur leiðbeinir um ostagerð í heimahúsum.
Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa á ostum og ostagerð því hana er hægt að stunda nánast í hvaða eldhúsi sem er. Námskeiðið er ekki síst fyrir þá sem þykir gaman að leika sér í eldhúsinu og vinna með vandað hráefni.

Á námskeiðinu verða kynntar einfaldar framleiðsluaðferðir, tæki, tól og aðstaða, sem þarf fyrir einfalda ostagerð (svo sem skyr, kotasæla, feti).

Leiðbeinendur eru Eggert Antonsson og Jóhanna Þorvaldsdóttir.

Hámark 12 þátttakendur og námskeiðsgjald er 11.500 kr.

Skráningar

Skráningar á námskeiðin er á netfangið olafsdalur@gmail.com þar sem skrá skal nafn, kennitölu, fullt heimilisfang, síma og netfang. Nánari upplýsingar er að fá í síma 896 1930
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei