Íbúum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra stendur til boða allskonar námskeið og erindi, bæði í persónu og á netinu, vegna verkefnisins „Leiðir til byggðafestu“.
Frekari upplýsingar um verkefnið og námskeið HÉR
Í gær var Hulda Brynjólfs með erindi og umræður í Tjarnarlundi í Dölum.
Þann 3. nóv verður svo Jón Halldórsson frá KVAN með námskeiðið „Leiðtogafærni í eigin lífi“. Námskeiðið fer fram að Laugarbakka frá
10:00 – 17:00. En þess má geta að svona leiðtoga þjálfunarnámskeið kostar töluvert fyrir einstaklinga að sækja, en íbúum á þessu svæði stendur þetta til boða endurgjaldslaust. Skráning HÉR
Þá eru einnig inni 7 námskeið í heimavinnslu sem tekin eru á netinu og eru þau opin fram í febrúar. Skráning HÉR
Fleiri námskeið bætast við á næstu dögum og hvetjum við íbúa til að fylgjast með verkefninu á heimasíðu þess og einnig er hægt að fylgja því á Facebook