Deiliskipulagstillaga fyrir Hvamma í Búðardal – Auglýsing

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi 17. október 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Hvamma í Búðardal skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er ræða deiliskipulag sem tekur til svæðis sunnan Bakkahvamms sem í Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 er skilgreint íbúðarbyggð ÍB6.

Í tillögu eru settir skipulagsskilmálar fyrir núverandi lóðir og einnig afmarkaðar nýjar lóðir fyrir fjölbreyttar húsagerðir í einbýli, par- og raðhúsum.

Núgildandi deiliskipulag svæðisins sem tók gildi árið 2019 mun falla úr gildi þegar þessi nýja deiliskipulagstillag öðlast gildi.

Tillagan er aðgengileg í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á slóðinni https://www.skipulagsgatt.is/issues/2024/1291

Kynningartíminn er frá 25. október til 9. desember 2024.  Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast fyrir lok kynningartímans beint í gegnum Skipulagsgáttina eða til skipulagsfulltrúa í netfangið skipulag@dalir.is

Deiliskipulag – Hvammar
Greinargerð – Hvammar deiliskipulag

Skipulagsfulltrúi Dalabyggðar

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei