Vegna bilunar seinkar sorphirðu á grænni tunnu í Búðardal og grænum og brúnum tunnum sunnan Búðardals um einn dag, til miðvikudagsins 6. nóvember.
Gámafélagið hóf dreifingu á nýjum tunnum fyrir plast sunnan Búðardals í dag. Tekið var tillit til þeirra umsókna sem höfðu borist fyrir helgi. Í leiðinni hafa körin verið endurmerkt fyrir pappír/pappa. Eftir tæmingu á miðvikudaginn skal því aðgreina í ílátin til samræmis við merkingar og leiðbeiningar Gámafélagsins. Dreifing og endurmerking íláta í og vestan Búðardals verður í lok nóvember.
Aftur er minnt á frestinn á morgun, þriðjudaginn 5. nóvember, til að sækja um breytta samsetningu eða samnýtingu íláta.