Byggðasafn Dalamanna og Héraðsskjalasafn Dalasýslu standa fyrir kosningu um uppáhaldsjólavætt Dalamanna 2024 laugardaginn 30. nóvember kl. 10:00 – 18:00 á jarðhæð stjórnsýsluhússins.
Kjörskrá
Á kjörskrá eru allir Dalamenn óháð aldri, kyni, búsetu, trúarbrögðum og öðrum duttlungum.
Kosningareglur
- Hver kjósandi má eingöngu kjósa einu sinni
- Kjósa má allt að þrjá jólavætti
- Kjósendur mega hafa ritara sér til aðstoðar
- Áróður á kjörstað er bannaður
- Engar kæruleiðir eru til staðar
Ath. Fundist hefur glufa í kosningareglunum! Þannig geta allir Dalamenn kosið hvar sem þeir eru staddir með aðstoð ritara kl. 10:00-18:00. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið safnamal@dalir.is með nöfnum þriggja jólavætta og sjálfboðaliðar safnsins sjá um að koma atkvæðunum til skila. Eingöngu verða talin með atkvæði sem berast á ofangreindum tíma.
Kjörstjórn
Í kjörstjórn sitja Jólakötturinn, Leppalúði og Grýla og gæta þess að kosningareglum sé fylgt eftir.
Þar sem um persónukosningar er að ræða og allir jólavættir í framboði dæmast þau ekki vanhæf til að sitja í kjörstjórn.
Hafa ber í huga að þau hafa sínar einstöku leiðir til að ná sér niður á þeim sem brjóta kosningareglur.
Í kjöri eru
Askasleikir, Baggalútur, Baggi, Bandaleysir, Bitahængir, Bjálfansbarnið, Bjálfinn, Bjálmansbarnið,, Bjálminn sjálfur, Bjúgnakrækir, Drumbur fyrir alla, Dúðadurtur, Efridrumbur, Faldafeykir, Fannafeykir, Flautaþyrill, Flotgleypir, Flotnös, Flotsleikir, Flotsokka, Flórsleikir, Froðusleikir, Gangagægir, Gáttaþefur, Giljagaur, Gluggagægir, Grýla, Guttormur, Hlöðustrangi, Hnútur, Hrútur, Hurðaskellir, Jólakötturinn, Kattarvali, Kertasníkir, Ketkrókur, Kleinusníkir, Klettaskora, Lampaskuggi, Leppalúði, Litlidrumbur, Litlipungur, Lummusníkir, Lungnaslettir, Lútur, Lækjaræsir, Moðbingur, Móamangi, Pottaskefill, Pottasleikir, Pottskerfi, Pönnuskuggi, Pönnusleikir, Rauður, Redda, Refur, Reykjasvelgur, Rjómasleikir, Skefill, Skófnasleikir, Skyrgámur, Skyrjarmur, Sledda, Smjörhákur, Stigaflækir, Steingrímur, Stekkjarstaur, Stóridrumbur, Stúfur, Svartiljótur, Svellabrjótur, Syrjusleikir, Tífall, Tífill, Tígull, Tútur, Þambarskelfir, Þorlákur, Þvengjasleikir, Þvörusleikir og Örvadrumbur.